Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar UMFT haldinn í gær
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar UMF Tindastóls var haldinn í Vallarhúsinu á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi. Deildin er skuldlaus og var á síðasta starfsári rekin með nokkrum hagnaði.
Ný stjórn var kjörin, en hana skipa:
Þorsteinn T. Broddason, Eiður Baldursson, Guðrún Ottósdóttir, Kolbrún M. Sæmundsdóttir og Sigurjón Leifsson.
Nýja stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Aðeins Þorsteinn átti sæti í fráfarandi stjórn, en úr stjórn gengu að eigin ósk, Björn Jónsson (fv. formaður), Valbjörn Geirmundsson, Helga Gígja Sigurðardóttir og Valgerður Vilmundardóttir, voru þeim þökkuð frábær störf í stjórn deildarinnar.
Hinum fjölmörgu stuðningsmönnum deildarinnar var einnig þökkuð ómetanleg vinna við mótahald og önnur störf.
Starfið á síðasta ári var blómlegt og iðkendum fjölgaði. Yfirþjálfari deildarinnar var Gunnar Sigurðsson og mun hann gegna því starfi áfram. Gunnari og aðstoðarþjálfurum hans var þakkað fyrir góð störf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.