Á að gefa bóndanum gjöf á morgun?

Það vill svo skemmtilega til að Bóndadagurinn er á morgun. Á þessum degi hefur skapast sú hefð að eiginkonur/kærustur gefi bónda sínum blóm í tilefni dagsins. Gjafirnar hafa reyndar breyst mikið seinust ár og hugmyndaflugið hefur fengið að njóta sín hjá mörgum þegar kemur að því að velja eitthvað fyrir sinn heittelskaða.

Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef yfirleitt alltaf farið í gegnum þennan dag með þeim hugsunarhætti að hann gefur mér hvort eð er ekki neitt á konudaginn, af hverju ætti ég að gefa honum eitthvað? En þegar fólk er búið að vera lengi saman þá getur verið gott að nota svona daga til að krydda aðeins upp á tilveruna og vona að makinn þinn geri nú eitthvað skemmtilegt fyrir þig í staðinn á konudaginn.

Ég  setti því upp lista, um hvað væri sniðugt að gefa/gera.   

  • Hársnyrtistofan Erna er að selja hárvax frá Barber-Mind sem er einnig ætlað í skeggið, sniðugt fyrir þá sem eru með mikið skegg.
  • Wanita er með 30% afslátt á nokkrum gerðum af herrailmum.
  • Sauðárkróksbakarí klikkar auðvitað ekki á Bóndadagskökunni og er hún alveg ótrúlega girnileg í ár.
  • Eftirlæti er einnig með herravörur á afslætti en ég sá mjög flottar herraslaufur til sölu hjá henni sem væri skemmtilegt að gefa ef bóndinn er að fara á Króksblótið 6.feb.
  • Skagfirðingabúð er ennþá með útsölu og ég sá nokkra flotta herraskó á 40% afslætti,  ásamt fullt af öðru sniðugu, t.d herranærbuxur og sokka sem  eru núna á 25% afslætti í tilefni dagsins.
  • Hard Wok verður með tilboð í tilefni dagsins og því tilvalið að fara út að borða.
  • Eða elda sjálf fyrir hann uppáhalds matinn og auðvitað hafa eftirrétt.
  • Fyrir þá bónda sem elska bjór, þá er spurning að kíkja í Vínbúðina og kaupa kippu af uppáhalds bjórnum hans.
  • Kaupa gott rauðvín og bjóða honum upp á osta og með því yfir imbakassanum.
  • Gefa honum gjafabréf í klippingu, fótsnyrtingu, handsnyrtingu eða nudd.
  • Finna gott tilboð á hótelgistingu í nágrenninu og skella sér strax eftir vinnu og gera sér glaðan dag, bara þið tvö!
  • Einhverja gjöf  sem tengist áhugamálinu hans.
  • Kaupa fallegan blómvönd og súkkulaði í Blóma- og gjafabúðinni.
  • Ef þú ert handlagin - útbúa spilastokk með 52 ástæðum fyrir því af hverju þú elskar hann,  sjá nánar hér
  • Útbúa klippikort með t.d fimm skiptum fyrir einhverju sem þú ert kannski ekki alltaf tilbúin í  að gera, en hann vill gera mörgum sinnum á dag, ef þú skilur hvað ég meina.
  • Skrifaðu eldheitt ástarbréf til hann.

 

Svo er bara spurning hvað verður fyrir valinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir