92 keppendur tóku þátt í Fljótamótinu
Ferðafélag Fljótamanna stendur fyrir Fljótamóti, skíðagöngumóti í Fljótum, á föstudeginum langa ár hvert en keppt er í öllum aldursflokkum og mótið því upplagt fyrir alla fjölskylduna. Í umfjöllun um mótið á Facebook-síðu þess kemur fram að keppendur í gær hafi verið 92 og allir glaðir en göngubrautin var fimm kílómetra löng.
„Það var frábært að geta loksins haldið mótið aftur,“ segir á síðunni en fresta varð síðustu tveimur mótum þar sem snjórinn lét sig hverfa áður en mótin áttu að fara fram og skíðagarpar renna sér sjaldnast á sinugulum túnum. Rásmark var við bæinn Brúnastaði, rétt norðan við Ketilás en skráning var í Ketilási og kökuhlaðborð með meiru að móti loknu.
Þegar heildarúrslit eru skoðuð þá varð Birkir Þór Stefánsson í Team Trölli fyrstur í mark í 20 km göngu á tímanum 1:11:34 en Auður Agla Óladóttir varð fyrst kvenna í mark á tímanum 1:59:08.
Heildarúrslit Fljótamótsins 2024 má sjá hér >
Myndir frá mótinu og umfjölluna má sjá hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.