9. bekkur á safn
9. bekkur Árskóla fór sl. föstdag í námsferð til Siglufjarðar, nánar tiltekið á Síldarminjasafnið.
Þegar komið var á staðinn byrjuðu nemendur á að borða nesti í Róaldsbakka. Örlygur Kristfinnson safnstjóri hélt stutt fræðsluerindi um síldarverkun auk þess að sýna krökkunum myndband. Nemendur fengu að því loknu að rölta um safnið og skoða en síðan var farið í Gránu (síldarbræðsluhúsið) og þar fóru sumir í kraftlyftingakeppni með 50 kg lóð. Mátti vart á milli sjá hvort strákarnir eða stelpurnar væru sterkari. Að lokum var Bátahúsið skoðað en þar má m.a. annars finna eikarbátinn Tý SK33 sem gerður var út frá Sauðárkróki. Þar fengu þeir sem þorðu að smakka síld og rúgbrauð en maltglas var í boði fyrir þá sem þorðu.
Fleiri myndir úr ferðinni má sjá hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.