82 keppendur skráðir í Húnvetnsku liðakeppnina

Húnvetnska liðakeppnin hefst í kvöld með látum í Hvammstaangahöllinni  kl. 18:00. Mótið er liðakeppni og verður þetta heil mótaröð þar sem safnað verður stigum á hverju móti fyrir sig og í lok mótaraðarinnar stendur uppi eitt sigurlið.

Búast má við hörku keppni en meðal þeirra gæðinga sem skráðir eru til leiks eru Bragi frá Kópavogi, Ægir frá Móbergi, Grettir frá Grafarkoti og Sikill frá Sigmundastöðum.

Alls eru skráðir 82 keppendur og keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, 2. flokki og 1. flokki.  Þá verða úrslit þessi; B-úrslit í 2. flokki, B-úrslit í 1. flokki, Unglingaflokkur, A-úrslit í 2. flokki og A-úrslit í 1. flokki.
Ráslista er að finna á vefsíðu Hestamannafélagsins Þyts

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir