600 manns á Fákaflugi
Fákaflug fór fram á Vindheimamelum um helgina og fór vel fram. Um 600 gestir komu til að sjá glæsilega hesta keppa sem er nokkuð færra en reiknað var með fyrir mót.
Ragnar Péturson framkvæmdastjóri mótsins segir erfitt að segja til um af hverju fleiri létu ekki sjá sig en segir að önnur hestamannamót á sama tíma spili þar stóra rullu. En mótið gekk rosalega vel, að sögn Ragnars og þeir sem komu skemmtu sér vel.
Í úrslitum A-flokks báru þær nokkuð af gæðingshryssurnar Þóra frá Prestbæ og Vænting frá Brúnastöðum en Þórarinn og Þóra höfðu svo nokkuð öruggan sigur og gerði yfirburða brokk þar líklega útslagið.
A-flokkur A úrslit
- 1 Þóra frá Prestsbæ / Þórarinn Eymundsson 8,82
- 2 Vænting frá Brúnastöðum / Bjarni Jónasson 8,72
- 3 Vörður frá Árbæ / Jakob Svavar Sigurðsson 8,65
- 4 Seyðir frá Hafsteinsstöðum / Þórarinn Eymundsson 8,58
- 5 Dagur frá Strandarhöfði / Stefán Friðgeirsson 8,56
- 6 Dofri frá Úlfsstöðum / Skapti Steinbjörnsson 8,49
- 7 Laufi frá Bakka / Ingimar Ingimarsson 8,43
- 8 Djásn frá Hnjúki / Riike 8,29
Í úrslitum B-flokks börðust þrjú hross um sigurinn Sigur, Óði Blesi og Hróarskelda en Hans Kjerúlf með Sigur frá Hólabaki náðu forystunni strax og héldu henni til loka.
B-flokkur A úrslit
- 1 Sigur frá Hólabaki / Hans Kjerúlf 8,70
- 2 Óði Blesi frá Lundi / Sölvi Sigurðarson 8,64
- 3 Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum / Skapti Steinbjörnsson 8,59
- 4 Logar frá Möðrufelli / Baldvin Ari Guðlaugsson 8,45
- 5 Kolbeinn frá Sauðárkróki / Julia Stefanie Ludwiczak 8,44
- 6 Punktur frá Varmalæk / Magnús Bragi Magnússon 8,43
- 7 Töfri frá Keldulandi / Sölvi Sigurðarson 8,39
- 8 Lína frá Vatnsleysu / Hörður Óli Sæmundarson 8,37
Þórey Elsa og Sigurlína Erla komu efstar og jafnar inn í úrslitin en Jón Herkovic var skammt á eftir. Jón gerði sér lítið fyrir og sigraði svo þær systurnar í úrslitunum með minnsta mögulega mun.
Ungmennaflokkur Úrslit
- 1 Jón Herkovic / Nastri frá Sandhólaferju 8,39
- 2 Þórey Elsa Magnúsdóttir / Drottning frá Tunguhálsi II 8,38
- 3 Sigurlína Erla Magnúsdóttir / Ólga frá Steinnesi 8,34
- 4 Skapti Ragnar Skaptason / Steingrímur frá Hafsteinsstöðum 8,24
- 5 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 8,21
- 6 Svala Guðmundsdóttir / Þyrill frá Hólkoti 8,17
- 7 Ástríður Magnúsdóttir / Aron frá Eystri-Hól 8,12
- 8 Stefán Ingi Gestsson / Sveipur frá Borgarhóli 7,93
Unglingaflokkur Úrslit
- 1 Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund 8,45
- 2 Þórunn Þöll Einarsdóttir / Mozart frá Álfhólum 8,39
- 3 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir / Gustur frá Nautabúi 8,38
- 4 Jón Helgi Sigurgeirsson / Bjarmi frá Enni 8,31
- 5 Harpa Birgisdóttir / Tvinni frá Sveinsstöðum 8,22
- 6 Rósanna Valdimarsdóttir / Vakning frá Krithóli 8,18
- 7 Elín Magnea Björnsdóttir / Bikar frá Narfastöðum 8,11
- 8 Friðrik Andri Atlason / Hvella frá Syðri-Hofdölum 8,09
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.