6 sigrar Skagfirðinga á Stórmóti ÍR
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
19.01.2009
kl. 13.19
Keppendur UMSS stóðu sig mjög vel á "Stórmóti ÍR" í frjálsíþróttum sem fram fór í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 17.- 18. janúar. Alls vann liðið sigur í 6 greinum og hlaut auk þess 7 silfur og 10 brons.
Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir sigraði í 3 greinum í flokki 11 ára, 60m, hástökki og langstökki. Guðrún Ósk Gestsdóttir sigraði í langstökki (15-16) og Halldór Örn Kristjánsson sigraði í 60m grindahlaupi karla.
Þær Gunnhildur Dís og Fríða Isabel Friðriksdóttir unnu tvöfaldan sigur í 60m hlaupinu og Halldór Örn, Guðjón Ingimundarson og Árni Rúnar Hrólfsson unnu þrefaldan sigur í grindahlaupinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.