50´s áhrif í herratískunni í sumar

Mér hefur alltaf fundist gaman að fylgjast með herratískunni eftir að ég sá um innkaup fyrir Smash í Kringlunni, sem er „streetwear“ verslun. Þegar ég tók það verkefni að mér var eitt stórt vandamál, það var að versla inn herrafatnað, því framan af hafði ég ekki mikið spáð í henni því kærastinn minn hefur nefnilega verið mjög tregur í að fylgja tískuráðunum mínum. Hann hefur frekar farið sínar eigin leiðir, mér til mikilla ama, og oftar en ekki hef ég þurft að bíta fast í tunguna á mér þegar hann er að setja saman „outfittið“.

Mörgum þykir oft á tíðum ekkert mikið gerast í herratískunni  frá ári til árs nema kannski nýir litir, tala hér og tala þar, en fyrir þá sem eru með gott auga fyrir smáatriðum þá er það einmitt það sem einkennir alltaf herratískuna. Jakkaföt eru ekki bara jakkaföt því það er svo margt sem þarf að huga að þegar festa á kaup á einum slíkum. En mig langar til að skrifa aðeins um hvað tískuspekúlantarnir segja að sé að gerast fyrir komandi sumar. Ég er reyndar ekki viss um að margir íslenskir karlmenn eigi eftir að fylgja öllum þessum „trendum“, en hver veit kannski þorir einhver.

 

Heilgalli notaður sem hversdagsflík 

Mér finnst ekkert meira sexy en að sjá flotta karlmenn í vinnugalla með vinnu  „tólin“ í belti, pínu skítugir og sveittir, og gæti það verið stór ástæða fyrir því að mig langaði alltaf til að gerast rafvirki. En það er nákvæmlega ekkert sexy við tilhugsunina við að sjá uppstrílaða karlmenn í heilgalla á leiðinni út á lífið. Það er samt eitthvað skárra við þá tilhugsun um að sjá karlmenn klæðast smekkbuxum, en sá sem þorir þarf að vita hvað hann er gera, til að púlla þetta „look“.

flott 50´s skyrta

Stutterma 50‘s skyrtur með einum vasa framan á verða áberandi í sumar bæði mynstraðar og einlitar og til að koma sér í gírinn skalltu girða hana ofan í buxurnar, settu á þig flott belti og hnepptu niður efstu tölunni, þá ertu alveg með þetta.

Stuttar stuttbuxur

Stuttbuxur leika alltaf stórt hlutverk á sumrin og hafa þær, seinustu sumur, verið að ná niður að hnjám eða rétt yfir þau. Í sumar hinsvegar fá stuttar stuttbuxur að njóta sín og ég hlakka mikið til að sjá hvort karlpeningurinn eigi eftir að láta slag standa í þessu „trendi“. Þeir sem hafa áhuga ættu að drífa sig í ræktina og gera fótaæfingar því þær eru það stuttar. Mæli ekki með því að vera í víðum boxer nema þú viljir að vinurinn kíki undan.

flottur í hvítum buxum við mokkasíur

Ég er ekki hissa á að sjá að hvítar buxur verði áberandi en það sem ég hugsa um leið og ég sé karlmann í hvítum buxum er: Vá hvað þessi er „clean“ hversu lengi ætli hann nái að halda þeim svona.  Það er því mjög mikilvægt að halda þeim hreinum því það er ekkert jafn subbulegt og að sjá fólk í hvítum skítugum buxum.

klassískur bomber jakki

Bomber jakki er alltaf jafn flottur og að mínu mati ættu allir strákar/karlmenn að eiga einn inn í skáp til að taka fram því þeir koma alltaf aftur í tísku og eru alltaf jafn flottir og passa við svo margt. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir