48 folatollar í verðlaun
feykir.is
Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
18.03.2009
kl. 08.57
Happdrætti Hvammstangahallarinnar er nú í fullum gangi og óhætt að segja að vinningarnir séu af glæsilegri kantinum. Í verðlaun eru 48 folatollar, þar af 24 undan 1.verðlauna stóðhestum.
Óhætt er að segja að um stórglæsilega stóðhesta er að ræða og gefendur tollanna leggja góðu málefni lið en happdrættið er til styrktar uppbyggingu reiðhallarinnar. Miðinn kostar 2.000 og aðeins verður dregið úr seldum miðum. Dregið verður í happdrættinu 30. apríl. Miða má kaupa með því að vera í sambandi við Kollu í s. 863-7786, Fanney í s. 865-8174, Loga í s. 848-3257 og Tryggva í s. 898-1057.
Nánar má lesa um vinningana HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.