4 gull, 3 silfur og 2 brons

Gunnhildur Dís og Fríða Ísabel

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11-14 ára, fór fram í Reykjavík helgina 31. feb.-1. mars. Skagfirskir keppendur unnu fjögur gull, þrjú silfur og tvö brons. Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 11 ára, sigraði í 60m hlaupi, hástökki og kúluvarpi, en Fríða Ísabel Friðriksdóttir varð Íslandsmeistari í 800m í sama flokki.

Þá varð Gunnhildur Dís í 2. sæti í langstökki, Fríða Ísabel í 2. sæti í hástökki og 3. sæti í 60m, Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 3. sæti í 60m (14) og telpnasveit UMSS varð í öðru sæti í 4x200m boðhlaupi (13).

Í stigakeppni liða sigraði UMSS í flokki 11 ára stelpna, hlaut 69 stig, UFA varð í öðru sæti með 49,5 stig og UMSE í 3. sæti með 48,5 stig, frábær árangur hjá norðlensku stelpunum. Í samanlagðri stigakeppni hafnaði lið UMSS í 9. sæti af 19 þátttökuliðum, sem verður að teljast góður árangur hjá frekar fámennu liði að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir