250 þúsund til fíkniefnavarna
Kvenfélag Skarðshrepp hefur undanfarið staðið fyrir spilavist í Ljósheimum en ágóði af vistinni var afhentur lögreglunni á Sauðárkróki sl. sunnudag.
-Við bættum við 50 þúsund úr eigin sjóði og upphæðin verður lágmark 250 þúsund en það er ein vist eftir næstkomandi sunnudag í Ljósheimum, segir Sigrún Aadnegard, formaður kvenfélagsins. Vistin á sunnudag hefst klukkan 15:15 og er tilvalið að skella sér á vist og styðja góðan málsstað í leiðinni.
–Þetta er frábært framtak hjá konunum sem kemur málaflokknum afskaplega vel, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn -Þetta mun hjálpa okkur bæði við að kaupa nauðsynlegan búnað auk aukinnar þjálfunar á mannskapnum hérna, bætir Stefán við.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.