17 bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi

Sautján frambjóðendur hafa staðfest þátttöku sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi en framboðsfrestur rann út í fyrradag. Prófkjörið fer fram 21. mars. Rétt til þátttöku hafa þeir sem skráðir voru í Sjálfstæðisfélögin í Norðvesturkjördæmi fyrir 20. febrúar síðastliðinn.

Sex frambjóðendur sækjast eftir því að leiða listann. Það eru:

Ásbjörn Óttarsson í Snæfellsbæ,

Birna Lárusdóttir, Ísafirði,

Eyrún I. Sigþórsdóttir, Tálknafirði,

Einar K Guðfinnsson, Bolungarvík,

Jón Magnússon, Sauðárkróki

og Þórður Guðjónsson, Akranesi.

Eydís Aðalbjörnsdóttir og Bergþór Ólason Akranesi sækjast eftir öðru sætinu en aðrir frambjóðendur eru;

Garðar Víðir Gunnarsson – Sauðárkróki

Gunnólfur Lárusson – Búðardal

Helgi Kr. Sigmundsson – Ísafirði

Júlíus Guðni Antonsson - V- Húnavatnssýslu

Karvel L. Karvels - BorgarbyggðSigurður

Örn Ágústsson - A-Húnavatnssýslu

Skarphéðin Magnússon – Akranesi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – Akranesi

og Örvar Már Marteinsson - Snæfellsbæ

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir