112 dagurinn í Skagafirði
Kári Gunnarsson, hjá Brunavörnum Skagafjarðar fór í heimsókn í Grunnskólann Austan vatna í dag og afhenti Pálma K Baltasarssyni verðlaun vegna Eldvarnagetraunar LSS.
Pálmi hlaut í verðlaun reykskynjara, sparisjóðsból frá Glitni með 8000 króna inneign tvo bíómiða og viðurkenningaskjal. Kára fræddi börnin um brunavarnir og voru þau áhugasöm um starf slökkviliðsmannsins.
Í tilefni 112 dagsins munu björgunarsveitin. Lögreglan og slökkviliðið verða með tæki til sýnis við Skagfirðingabúð milli kl 16 og 18 í dag. Þar gefst fólki kostur á að fá upplýsingar um hvaðeina sem lítur að öryggi fólks og þjónustu þessara aðila. Þá gefst fólki kostur á að upphefja sig á kostnað slökkviliðsins með því að vera hífð upp í loft í körfubíl slökkviliðsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.