112 dagurinn á Hvammstanga
Í dag verður 112 dagurinn haldinn hátíðlegur á Hvammstanga. Af því tilefni verður ýmislegt á dagskrá á vegum þeirra sem svara neyðarkalli í símum112.
Í Grunnskólanum verður skólhjúkrunarfræðingur með fræðslu fyrir fjórða bekk og ætla félagar í Björgunarsveitinni Húnum að standa vaktina og vera henni til aðstoðar og koma með björgunarsveitarbíl að skólanum.
Þar verður farið yfir slysavarnir og leiktæki, 112, skyndihjálp (sár, brunasár og höfuðhögg), tannslys, bílbelti og öryggispúða.
Klukkan 17:15 verðurfarið í hópakstur um Hvammstanga frá Mjólkurstöðvarplaninu og í honum verða Lögregla, Slökkvilið, Björgunarsveitin og Sjúkrabílar. Og að sjálfsögðu er öllum börnum á öllum aldri boðið með meðan pláss leyfir. Á Mjólkustöðvarplaninu verða tækin til sýnis, einnig verður opið í Húnabúð og Slökkvistöðinni.
ásamt öðrum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.