107 þátttakendur frá UMSS

Alls tóku 107 keppendur þátt á Unglingalandsmóti frá UMSS í hinum ýmsu íþróttagreinum og stóðu sig með stakri prýði og voru liðum sínum til mikils sóma.

Áður hefur verið fjallað um þátttöku UMSS í frjálsíþróttum og golfi en keppt var í fleirum greinum. 

Körfubolti – Tvö lið fóru frá UMSS í körfunni 

Í flokki stráka 13-14 ára lentu Team Pik-Nik í 3 sæti, eftir að hafa unnið sinn riðil.

Í flokki stúlkna 15-16 ára lenti lið UMSS í  3. sæti í sínum riðli en spilaði ekki til úrslita.

Fótbolti

Í flokki stelpna 11-12 ára lenti lið UMSS í 2 sæti

Tvö lið fóru í flokki stelpna 13 – 14 ára annað lið endaði í 7. sæti en hitt endaði í 9. sæti

Í flokki stelpna 15-18 ára lenti UMSS í 10. sæti

Í flokki stráka 11-12 ára lenti lið UMSS í 13 sæti eftir að hafa lent í erfiðum riðli, en þeir unnu alla leiki í úrslitum.

Í flokki stráka 13-14 ára lenti lið UMSS í 2. sæti

Tvö lið fóru í flokki stráka 14 – 15 ára en það voru sameinuð lið UMSS/USAH. Annað liðið endaði í 3. sæti en hitt endaði í 8. sæti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir