100 % endurgreiðsla virðisaukaskatts
Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi vekur athygli á nýsamþykktum lögum sem heimila 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af allri vinnu iðnaðarmanna sem unnin er á byggingastað. Lögin tóku gildi frá 1. mars s.l. Vakin er sérstök athygli á að lögin ná einnig til vinnu við sumarhús.
Í þenslu undanfarinna ára var oft erfitt að fá iðnaðarmenn til starfa, en nú hefur orðið breyting á. Nægt framboð er nú á mjög hæfum, löggiltum iðnaðarmönnum til að sinna þessum verkefnum og því kjörið tækifæri til að ráða iðnmeistara til að sinna þeim verkefnum sem setið hafa á hakanum.
Kvittun fyrir vinnunni og að löggiltur iðnmeistari sé í forsvari fyrir verkinu tryggir að rétt og vel sé að verki staðið og að ábyrgð sé á verkinu komi eitthvað uppá síðar meir.
Á heimasíðu Meistarafélagsins er að finna lista yfir þá félagsmenn sem bjóða fram krafta sína til að sinna framkvæmdum við húsið þitt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.