10. flokkur stúlkna vann einn og tapaði tveimur
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.03.2009
kl. 10.17
10. flokkur stúlkna í körfuboltaliði Tindastóls lék í sínu síðasta móti núna um helgina og var það haldið í DHL-höll þeirra KR-inga. Mótherjarnir voru KR, Höttur og Valur.
Úrslit leikjanna:
Höttur-Tindastóll 26-38
KR-Tindastóll 79-15
Tindastóll-Valur 30-51
KR-ingar voru með lang sterkasta liðið á mótinu og voru klassa fyrir ofan hin liðin.
Vals leikurinn var spennandi til að byrja með en þegar þær skiptu yfir í svæðisvörn snéru þær leiknum sér í vil.
Valsarar voeu með frekar hávaxið lið sem stelpunum okkar gekk illa að stoppa.
Nánar er hægt að lesa um leikina á Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.