Ég og gæludýrið

Elskar að fara í rjúpu

Þýskur fjárhundur eða german shepherd, eins og flestir þekkja þá undir, eru mjög fallegir, sterkbyggðir og tignarlegir hundar. Þeir eru oftast svartir/brúnir á litinn en grár/brúnn er einnig þekkt. Þar sem þeir eru þekktir fyrir að vera mjög ákveðnir, óhræddir, áhugasamir, kjarkaðir, athuglir og hlýðnir þá eru þeir oftast notaðir sem vinnuhundar því þeir eru einnig einstaklega fljótir að læra. Þeir eru mjög húsbóndahollir og elska ekkert meira en að vera með fjölskyldunni sinni þó það sé ekki annað en að fara í smá bíltúr að kaupa sér ís, þeir vilja bara vera með.
Meira

Mangó sett í aðhald

Deguar eru lítil loðin nagdýr, ljósbrún að lit og með gula flekki. Þeir geta orðið 25-31 sm og um 170-400 grömm. Lífslíkur eru yfirleitt um sex til átta ár en geta verið allt að 13 ár. Þessir litlu loðboltar eru mikil félagsdýr og eru mjög virk á daginn og hafa góða sjón. Þeir eru gjarnir á að naga plast og verða því að vera í málmbúrum. Þeir gefa frá sér um 15 sérstök hljóð sem þeir tjá sig með.
Meira

Týndi snúbba sem fannst svo á öruggum stað

Kanínur eru fyrirtaks inni gæludýr, með frábæran persónuleika og geta verið mjög skemmtilegar. Þær eru líka mjög félagslyndar en þær þurfa líka sitt einkapláss en vilja þó alltaf vera nálægt fjölskyldunni því þær hafa ríka þörf fyrir samskipti og hreyfingu en þurfa einnig að hafa eitthvað við að vera.
Meira

Stríðinn klaufabárður

Það er eitthvað svo krúttlegt við að fylgjast með Dachshundi trítla með eiganda sínum í göngutúr um götur bæjarins að mann langar ekkert annað en að heilsa upp á þennan fallega hund sem elskar að fá athyggli og klapp. Dachshund eða langhundur eins og hann er kallaður á Íslandi var fyrst ræktaður til veiða á kanínum en varð svo vinsælt gæludýr meðal kóngafólks. Í dag er þessi tengud á meðal tíu vinsælustu hundategunda í heiminum. Þeir eru þekktir fyrir stuttar lappir og langan búk sem sumum þykir minna helst á pylsu en þrátt fyrir að vera smágerðir eru þeir mjög kraftalega vaxnir.
Meira

Hann er kóngurinn!

Hefur þú einhvertíma séð Maine Coon kött? Held að hann hafi þá ekki farið framhjá þér því það sem einkennir þá tegund er einna helst hvað þeir eru stórir, síðhærðir, oft með mikinn makka (kraga), loðið skott og svokallaðar „tufdir” á eyrunum. En þeir eru einstaklega blíðir og góðir og ekki að ástæðulausu að þeir séu oft kallaðir „The Gentle Giants“. Reynir Kárason á Sauðárkróki á einn slíkan sem heitir Nökkvi en Feyki langaði aðeins að forvitnast meira um hann.
Meira

Dekurdýr sem yljar hjartanu

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Hundar eru með vinsælustu gæludýrunum og þurfa þeir flest allir daglega hreyfingu en það á ekki við um hundinn hennar Lee Ann Maginnis, sem neitar að fara út ef það er blautt og leiðinlegt veður. Lee Ann er dóttir Jóhönnu G. Jónasdóttur, kennara í Blönduskóla, og Jóns Aðalsteins Sæbjörnssonar (Alla), eftirlitsmanns hjá Vinnueftirlitinu. Hún býr á Blönduósi ásamt syni sínum og krúttlega Pug hundinum Míu sem er mikið dekurdýr.
Meira

Skuggi nagar allt nema dótið sitt

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Það gæludýr sem ekki finnst á öðruhvoru heimili eins og hundar og kettir eru kanínur en þær eru orðnar hluti af dýralífi Íslands því þær finnast villtar víða á landinu. Á Blönduósi býr hún Hulda Birna Vignisdóttir, dóttir Sigrúnar Óskarsdóttur og Vignis Björnssonar, ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Birnu, en þær eiga lítinn krúttlegan loðbolta sem heitir Skuggi og kom nýlega inn á heimilið þeirra.
Meira