Ég og gæludýrið

Hann er kóngurinn!

Hefur þú einhvertíma séð Maine Coon kött? Held að hann hafi þá ekki farið framhjá þér því það sem einkennir þá tegund er einna helst hvað þeir eru stórir, síðhærðir, oft með mikinn makka (kraga), loðið skott og svokallaðar „tufdir” á eyrunum. En þeir eru einstaklega blíðir og góðir og ekki að ástæðulausu að þeir séu oft kallaðir „The Gentle Giants“. Reynir Kárason á Sauðárkróki á einn slíkan sem heitir Nökkvi en Feyki langaði aðeins að forvitnast meira um hann.
Meira

Dekurdýr sem yljar hjartanu

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Hundar eru með vinsælustu gæludýrunum og þurfa þeir flest allir daglega hreyfingu en það á ekki við um hundinn hennar Lee Ann Maginnis, sem neitar að fara út ef það er blautt og leiðinlegt veður. Lee Ann er dóttir Jóhönnu G. Jónasdóttur, kennara í Blönduskóla, og Jóns Aðalsteins Sæbjörnssonar (Alla), eftirlitsmanns hjá Vinnueftirlitinu. Hún býr á Blönduósi ásamt syni sínum og krúttlega Pug hundinum Míu sem er mikið dekurdýr.
Meira

Skuggi nagar allt nema dótið sitt

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Það gæludýr sem ekki finnst á öðruhvoru heimili eins og hundar og kettir eru kanínur en þær eru orðnar hluti af dýralífi Íslands því þær finnast villtar víða á landinu. Á Blönduósi býr hún Hulda Birna Vignisdóttir, dóttir Sigrúnar Óskarsdóttur og Vignis Björnssonar, ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Birnu, en þær eiga lítinn krúttlegan loðbolta sem heitir Skuggi og kom nýlega inn á heimilið þeirra.
Meira