Ég og gæludýrið

Smíðaði stórt og flott hamstrabúr | Ég og gæludýrið mitt

Gígja Glódís Gunnarsdóttir er 12 ára dverghamsturseigandi sem býr á Freyjugötunni á Króknum. Glódís, eins og hún er oftast kölluð, er dóttir Gunnars Smára Reynaldssonar og Klöru Bjarkar Stefánsdóttur og á hún systur sem heitir Dagrún Dröfn.
Meira

Fær að smakka jólarjúpuna | Ég og gæludýrið mitt

Í Fellstúninu á Króknum býr voðalega snoppufríður hundur sem heitir Spori. Eigandinn er fótboltastjarnan Árdís Líf Eiðsdóttir en hún spilar með 4. flokki Tindastóls sem átti frábæru gengi að fagna síðasta sumar. Árdís Líf er í 9. bekk í Árskóla og er dóttir Eiðs Baldurssonar og Þóreyjar Gunnarsdóttur. Hundurinn hennar, Spori, er af tegundinni Cavalier King Charles og er einstaklega hentugur fjölskylduhundur.
Meira

Langar að halda tveimur hvolpum | Ég og gæludýrið mitt

Veronika Lilja Þórðardóttir, 6 ára, dóttir Lovísu Heiðrúnar og Þórðar Grétars sem búa á Sæmundargötunni á Króknum. Í garðinum hjá þeim má oft sjá svartan fallegan hreinræktaðan Labrador sem heitir Þoka og elskar ekkert meira en að fá að heilsa þér ef þú röltir fram hjá.
Meira

„Hey, sjáið þið köttinn í glugganum!?“ | Ég og gæludýrið mitt

Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Meira

Katla er afskaplega lítil, ljúf og góð

Á Ríp í Hegranesinu í Skagafirði búa systkinin Þórður Bragi og Fanndís Vala. Foreldrar þeirra eru Sigurður Heiðar Birgisson og Sigurlína Erla Magnúsdóttir og eiga þau lítinn bróður sem heitir Kristófer Elmar. Þau ætla að segja okkur frá uppáhalds hestinum sínum henni Kötlu.
Meira

Græðir oft gotterí frá litla vini sínum

Þau Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir og Hafþór Smári Gylfason, sem búa á Steinsstöðum í Skagafirði ásamt syni sínum, Steinþóri Sölva, eiga mjög fallegan hund af tegundinni Vorsteh eða þýski bendirinn. Hann ber nafnið Zeldu BST Breki og er tegundin snögghærð, greind, vinaleg og nærgætin, mjög húsbóndaholl og mikið fyrir börn sem gerir hundinn einstaklega góðan félaga. Hann er mjög háður og tryggur húsbónda sínum en getur verið hlédrægur og feiminn við ókunnuga en er mjög auðveldur í þjálfun.
Meira

Athyglissjúk á við alheimsdrottningu

Mini Shnauzer eða dvergshnauzer eru mjög glæsilegir og kröftugir hundar sem er með feld sem fellir ekki hárin og gefur frá sér litla sem enga hundalykt. Feldurinn er strýr og þarf reglulega að reyta hann og hefur hann þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og óhreinindum. Þeir eru bæði sjálfstæðir og forvitnir, eru með langt höfuð, skegg og augabrýr sem einkennir þessa mögnuðu tegund.
Meira

Fékk harðfisk í jólapakkann!

Á Skagaströnd er lítill fallegur hundur sem heitir Dimma Lind og er af tegundinni Silky terrier. Dimma Lind er fimm ára og er eigandi hennar Elísa Bríet Björnsdóttir, 13 ára, dóttir Þórunnar Elfu Ævarsdóttur og Björns Sigurðssonar. Elísa eignaðist Dimmu þegar fjölskyldan var í Reykjavík og mamma hennar var að velta því fyrir sér hvort þau ættu kannski að fá sér hund. Eftir mikið suð í Elísu lét Þórunn undan og duttu þau heldur betur í lukkupottinn með hana Dimmu sem þau fengu í Keflavík.
Meira

Jólatréð girt af með pappakössum fyrstu jólin

Daði Hlífarsson og Erna Ósk Björgvinsdóttir á Króknum eiga rosalega fallegan hvítan hund af tengundinni Samoyed en þeir eiga uppruna sinn að rekja til Síberíu. Þeir eru með tvöfaldan þykkan feld og voru upphaflega ræktaðir sem sleðahundar og til að smala hreindýrum.
Meira

Stefanía á átta hesta

Ef það er eitthvert dýr sem Skagafjörður getur státað af þá er það hesturinn en um þessar slóðir má finna fjöldann allan af flottum ræktendum sem eru að gera góða hluti með íslenska hestinn bæði í keppnum og í ræktun og sölu erlendis. Þar sem ég er nokkuð viss um að margir lesendur Feykis viti meira um hesta en ég ákvað ég að leita uppi nokkrar staðreyndir um hesta sem hugsanlega einhverjir hafa ekki hugmynd um að væri rétt.
Meira