Súrefnisskattur lagður á Skagfirðinga
Dreifarinn hefur fyrir því traustar heimildir að ríkisstjórnin ætli sér að skattleggja súrefnið í andrúmsloftinu í Skagafirði og innheimta sérstakan súrefnisskatt af þegnum héraðsins, til að hægt verði að minnka fyrirhugaðan niðurskurð á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki.
Eins og allir vita stendur fyrir dyrum gríðarlegur niðurskurður á heilbrigðisstofnunum um allt land. Heilbrigðisráðherra hefur fundað um víðan völl og kallað eftir hugmyndum um breytingar á þessum niðurskurðaráformum.
Samkomulag virðist í burðarliðnum varðandi niðurskurðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og verður niðurskurðurinn skorinn verulega niður. Í staðinn fá íbúar Skagafjarðar súrefnisskattinn á sig. Verður hverjum íbúa úthlutað súrefnismagn í upphafi ársins 2011 og fari þeir yfir umrætt magn á ársgrundvelli, þurfa þeir að greiða sérstakan súrefnisskatt til ríkissjóðs og reiknast hann af hverjum andadrætti, sem hlufall af áætluðu magni í innöndun hverju sinni. Munu Skagfirðingar þurfa að láta mæla magn súrefnis í innöndum í upphafi næsta árs, svo hægt verði að leggja á sem sanngjarnastan skatt þegar að því kemur.
Það fylgir sögunni að umhverfisráðherra sé himinlifandi yfir þessum fréttum og styðji þær heilshugar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.