Hin árlega húsgagnaleit um helgina - jafnframt leitað fanga
Kvenfélagið Ýlurnar í Húnaþingi stendur um næstu helgi fyrir hinni árlegu "húsgagnaleit" í sveitinni. Hefur þessi viðburður verið árlegur undanfarin 15 ár og af því tilefni verður leitin sérstaklega glæsileg þetta árið.
Húsgagnaleitin fer þannig fram að stjórn kvenfélagsins fer um sveitina og felur húsgögn sem félagið hefur safnað að sér í sumar. Þátttakendur hittast á Hvammstanga um hádegið á laugardag og keppnin felst í því að finna húsgögnin sem kvenfélagið hefur falið. -Þetta er ákaflega skemmtilegur leikur, sagði Sigríður Snædal formaður Ýlanna við Dreifarann. Sannkölluð fjölskylduskemmtun þar sem margt óvænt getur gerst. Til dæmis fyrir tveimur árum týndust Gilli blikksmiður og fjölskylda og komu ekki í leitirnar fyrr en tveimur dögum síðar, þá köld og hrakin eftir að hafa villst í leitinni, þannig að það er alltaf von á óvæntum atburðum hjá okkur.
Eins og áður segir á húsgagnaleitin 15 ára afmæli og verður því heldur bætt í dagskránna. Nú á að jafnframt að leita að nál í heystakk, leita af sér allan grun, leita læknis, leita útgönguleiða, leita skýringa og að lokum að leita nauðasamninga, sem faldir hafa verið víðsvegar um sveitina. Einnig er fyrirhugað að leita fanga, sem slapp af Kvíabryggju fyrir skömmu og sést hefur á vappi í sveitinni.
Þátttakendur að hittast við sjoppuna á Hvammstanga um hádegið á laugardaginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.