Vinsælir fuglar óska eftir kosningastjórum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
19.08.2022
kl. 13.43
Að afstöðnu forvali fyrir Fugla ársins 2022 komust sjö fuglar áfram og óska nú eftir byr undir báða vængi í kosningabaráttu sinni:
- Auðnutittlingur
- Himbrimi - kominn með kosningastjóra
- Hrafn
- Hrossagaukur
- Jaðrakan
- Kría
- Maríuerla
Ef þú hefur áhuga á að taka að þér að vera kosningastjóri fyrir einn þeirra þá endilega sendu okkur línu á fuglarsins@fuglavernd.is fyrir þriðjudaginn 23. ágúst, segðu hvaða fugl þú velur og hvað þú vilt gera til að koma honum á framfæri fram til 5. september.
Frekari upplýsingar er að finna hér https://fuglarsins.is/kosningastjorar/
Kosningin fer svo fram rafrænt á www.fuglarsins.is dagana 5.- 12. september og verður sigurvegari ársins kynntur þann 16. september á Degi íslenskar náttúru.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.