Verður þú næsti Skákmeistari Skagastrandar?

MYND.SKAGASTRÖND.IS
MYND.SKAGASTRÖND.IS

Um langt árabil fyrir nokkuð löngu voru haldin skákmót árlega og nú er vilji fyrir því að reyna að taka upp þráðinn á nýjan leik. H-59 ehf. á Skagaströnd hefur í hyggju að standa árlega fyrir skákmóti sem kallast Skákmót Skagastrandar.

Öll 15 ára og eldri sem hafa áhuga á að koma og tefla sér til ánægju á Skákmóti Skagastrandar 2024 hafi samband við Lárus Ægir í síma 864 7444 fyrir 1. mars 2024. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og sá aðili sem verður efstur á hverju ári fær titilinn Skákmeistari Skagastrandar.

Tímasetning móts fer eftir áhuga og verður auglýst síðar og mótið er opið öllum. Svo nú er lag fyrir alla skáksnillinga fjórðungsins að skrá sig og taka þátt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir