Umhverfisverðlaun 2024 veitt á Húnavöku

Vinstra megin á myndinni eru þau Björn, Berglind og Hanna og hægra megin er Berglind, Jakob og Sesselja ásamt sonardóttur þeirra Snædísi Mjöll. Mynd tekin af Facebook-síðu Hunabyggðar.
Vinstra megin á myndinni eru þau Björn, Berglind og Hanna og hægra megin er Berglind, Jakob og Sesselja ásamt sonardóttur þeirra Snædísi Mjöll. Mynd tekin af Facebook-síðu Hunabyggðar.

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar 2024 voru veitt á Húnavöku sl. fimmtudag en verðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi. Það var Berglind Hlín Baldursdóttir, varaformaður umhverfisnefndar Húnabyggðar, sem afhenti verðlaunin.

En viðurkenninguna í þéttbýli í ár hlutu Björn Svanur Þórisson og Hanna Kristín Jörgensen á Melabraut 5 og viðurkenninguna í dreifbýli hlutu Jakob Sigurjónsson og Sesselja Sturludóttir á Hóli í Svartárdal. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir