Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga slitið
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
17.05.2024
kl. 16.15
Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga var slitið í gær við athöfn í Blönduóskirkju en alls voru það 18 nemendur sem luku stigs- og áfangaprófum og átta nemendur luku grunnprófi þetta vorið. Það hefur verið líf og fjör í skólanum undanfarnar vikur, fernir tónleikar verið haldnir á Blönduósi og Skagaströnd sem tókust afskaplega vel.
Á heimasíðu skólans segir að skólaslitin hafi verið með fyrra fallinu þetta árið sem kemur til af því að nokkrir nemendur halda bráðlega af stað erlendis í skólaferðalög.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.