Þyrlusveit landhelgisgæslunnar í 31 útkall á Norðurlandi í fyrra
Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að metfjöldi útkalla hafi verið hjá flugdeildinni árið 2023. Alls hafi hún verið kölluð 314 sinnum út, bæði á þyrlum og flugvél, sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum og áhöfnin á TF-SIF í 11 sinnum. 115 útköll voru á fyrsta forgangi, 136 á öðrum forgangi, 51 útkall var á þriðja og 12 á fjórða.
Rúmlega helmingur allra útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar í fyrra voru vegna sjúkraflutninga á landi eða á sjó eða 161 útkall. Fjöldi sjúklinga var samtals 183. Flest útköllin voru á Suðurlandi en þó nokkur fjöldi var einnig á Suðurnesjum vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Samkvæmt upplýsingum sem Ásgeir Erlendsson starfsmaður hjá Landhelgisgæslunni segir að þá hafi þyrlusveitin verið kölluð út 31 sinnum á Norðurlandi, bæði eystra og vestra, vegna alls konar atvika en það voru einungis útköll á landi en útköll úti fyrir Norðurland á sjó eru ekki inni í þessari tölu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.