Skíðasvæði Tindastóls opið í dag frá 14-19
Já það er ekki margir dagarnir sem Skíðasvæði Tindastóls hefur náð að vera með opið því hvíta gullið var lengi að safnast saman í fjallinu. En staðan í dag er hins vegar allt önnur og nóg af snjó, logn og frábært færi þó kalt sé. Skíðasvæðið verður þar með opið í dag frá kl. 14 til 19 og hægt verður að fara í neðri svæðið, töfrateppið og göngubrautina og er einnig áætlað að hafa opið yfir helgina milli kl. 11-16. Sigurður Hauksson, staðarhaldari, segir að hann vinni hörðum höndum í að koma efra svæðinu í gagnið og á hann von á því að hægt verði að renna sér á því svæði í næstu viku eða um næstu helgi.
Nú er bara að skella sér á skíði....
og söngla... á skíðum skemmti ég mér trallallalalalllalalllala....
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.