Skagfirðingar hamingjusamastir og almennt sáttir með sitt | Rætt við Vífil Karlsson
Í frétt á vef SSV (ssv.is) segir að hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði hafi mælst mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landshlutum en um 11 þúsund manns tók þátt í henni. Vífil Karlsson, sem starfar sem fagstjóri atvinnu- og byggðaþróunarsviðs hjá SSV í Borgarnesi, er í forsvari fyrir íbúakönnuninni og hann svaraði nokkrum spurningum Feykis varðandi könnunina. Hann er með BS í hagfræði frá Háskólanum í Bergen og doktor í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.