Skagfirðingar aftur í sund

Sundlaugin á Hofsósi. MYND AF VEF SVEITARF.SKAGAFJARÐAR.
Sundlaugin á Hofsósi. MYND AF VEF SVEITARF.SKAGAFJARÐAR.

Eftir hörkufrosta-kafla opnuðu sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð á ný í dag mánudaginn 12. febrúar, samkvæmt opnunartíma, en eins og tilkynnt var á dögunum þurfti að loka laugunum vegna skorts á heitu vatni.

Nú hefur hlýnað í veðri og staðan á heita vatninu orðin góð. Starfsemi verður eðlileg frá og með morgundeginum, þ.e. heitir pottar verða einnig opnir sem og gufa og eimbað þar sem það á við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir