Nesi vann Hard Wok háforgjafarmótið sem fram fór í gær
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.06.2024
kl. 08.17
Þriðja Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær í frábæru golfveðir. Skorið í þessu móti sem og hinum tveimur var frábært og margir að spila virkilega vel. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna.
Sigurvegari mótsins í þetta skiptið var Hannes Ingi Másson með 28 punkta. Þess má geta að Kristinn Brynjólfsson sigraði fyrsta mótið með 24 punkta og Guðlaugur Skúlason vann annað móti með 32 punkta. Við óskum þeim til hamingju með sigrana og öllum þeim sem hafa verið að spila vel og lækka forgjöfina sína.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.