MYRKRIÐ NÁLGAST - Hvað leynist í myrkrinu?

Nú er leitað eftir listafólki í héraði, Norðurlandi vestra, sem hefur áhuga á að taka þátt í stuttri sýningu sem mun opna í Hillebrandtshúsi á Blönduósi á Hrekkjavöku og stendur yfir dagana 31. október til 7. nóvember 2024. Tekið er við hvers kyns list en þemað er "myrkrið" og á sýningunni munu gestir nota vasaljós til að skoða verkin í annars myrkvuðum sýningarsal.

Í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar segir: „Við hvetjum listafólk til að njóta þess að kafa ofan í hvað myrkrið getur falið í sér. Við erum spennt fyrir að sýna verkin ykkar!“

Þeir sem hafa áhuga á þátttöku, vinsamlegast sendið upplýsingar (nafn, símanúmer, netfang), titil verks og mynd af því til Morgan Bresko (breskom@gmail.com) eða Inese Elferte (ielferte69@gmail.com). „Hafið endilega samband ef þið hafið einhverjar spurningar. Hlökkum til að heyra frá ykkur,“ segir í lokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir