Minni halli á Skagaströnd en áætlanir gerðu ráð fyrir
Húnahornið segir frá því að Sveitarfélagið Skagaströnd hafi skilað 46,8 milljón króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu í fyrra en síðari umræða um ársreikning sveitarfélagsins 2023 fór fram á sveitarstjórnarfundi þann 10. maí sl. Niðurstaðan var þó 8,7 milljónum króna betri en áætlun með viðaukum haft gert ráð fyrir.
„Rekstrartekjur námu 849,1 milljón og rekstrargjöld ásamt afskriftum og jákvæðum fjármagnsliðum námu 895,9 milljónum.
Rekstrartekjur hækkuðu um 7,2% milli ára, laun og launatengd gjöld hækkuðu um 7,7% milli ára og námu á síðasta ári 392 milljónum króna. Annar rekstrarkostnaður hækkaði um 11,7% og nam 416,2 milljónum í fyrra.
Skuldahlutfall, sem reiknað er í samræmi við reglur um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga var 11% í árslok 2023. Hægt er að lesa nánar um ársreikninginn í fundargerð sveitarstjórnar frá 10. maí 2024,“ segir í frétt Húnahornsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.