Margrét þurfti „út úr skápnum“ með málverkin

Margrét Stefánsdóttir við eitt verka sinna. MYND AÐSEND
Margrét Stefánsdóttir við eitt verka sinna. MYND AÐSEND

Margrét Ólöf Stefánsdóttir er fjögurra barna móðir og amma, lyfjatæknir að mennt og starfar á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Hún er fædd og uppalin á Króknum en fluttist til Keflavíkur þegar hún var 13 ára með foreldrum sínum þeim Stefáni Valdimarssyni og Guðnýju Björnsdóttur. Þau fluttu aftur norður að þremur árum liðnum en Margrét varð eftir þar sem hún hafði kynnst strák sem síðar varð maðurinn hennar og saman eiga þau, tvær stelpur og tvo stráka. „Ég flutti aftur á Krókinn í september í fyrra (2022) eftir að ég og maðurinn minn skildum. Ég keypti mér íbúð hér á Króknum og það er yndislegt að vera komin aftur „heim“. Dætur mínar eru báðar hér, litlu ömmugullin mín og foreldrar mínir. Vantar bara strákana mína og þá er þetta fullkomið, “ segir Margrét.

Hvenær byrjaðir þú að mála? „Ég er búin að vera að mála fyrir alvöru síðan 2019, fór á tvö kvöldnámskeið og þá var ekki aftur snúið. Ég keypti mér smám saman það sem þurfti og byrjaði að mála. Að setjast niður með pensilinn er eins og góð hugleiðsla fyrir mig. Nafnið sem ég merki myndinar mínar með mósart er samsett úr upphafsstöfum mínum og enska orðinu „list“ (art).“

Lét undan eftir smá þras

 „Málverkin fóru að hrannast upp og nánast flæða út úr íbúðinni og ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég var samt ekki alveg tilbúin að opinbera mig með þetta strax en svo í ágúst 2023 var ættarmót hjá okkur og móðursystir mín, sem einnig er að mála, stakk upp á því að ég héldi smá sýningu þar. Eftir smá þras lét ég undan og nefndum við sýninguna „út úr skápnum,“ segir Margrét og hlær. Viðbrögð ættingjanna urðu til þess að nokkrar myndir page6image1615024016voru settar á Facebook og síðan á Instagram undir nafninu mosart. Hún hafði einnig fengið fyrirspurnir frá vinum af hverju hún hefði page6image1615027584ekki samband við fyrirtæki og hengdi upp myndinar sínar þar. Margrét var svo stödd á Sauðá að borða og varpaði hugmyndinni af sýningunni með eigendunum, sem þau tóku mjög vel í. „Undirbúningur fór af stað og nú er sýningin komin upp, og ber nafnið Hugarró. Ég var búin að vera lengi að hugsa um nafn á sýninguna og þar sem það veitir mér hugarró og slökun að mála þá fannst mér þetta tilvalið nafn,“ segir Margrét.

Aðallega abstrakt myndir

Hugarró er sölusýning og ef fólk vill kaupa málverk þá getur það tekið málverkið með sér heim strax. Frekari upplýsingar um það er hægt að nálgast hjá Söndru á Sauðá eða hafa samband við Margréti. „Málverkin á sýningunni eru aðallega abstrakt myndir, annars mála ég bara það sem kemur upp í hugann hverju sinni, þegar ég sest niður með pensilinn verður útkoman oft önnur en ég hafði hugsað í upphafi. Hægt er að sjá fleiri verk á Instagram- síðunni minni undir nafninu „mosart.71“.

Feykir mælir með að gera sér ferð á Sauðá því þar er svo sannarlega eitthvað gott sem hægt er að gæða sér á og ekki skemmir fyrir að hafa fallega sýningu fyrir augunum á meðan. Margrét óskar svo ykkur öllum gleðilegra jóla og vonar að þið hafið það sem allra best um jólin og blaðamaður tekur undir þessu góðu lokaorð.

Viðtalið við Margréti var birt í 48.tbl Feykis. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir