Leiklistarsmiðja með Sigurði Líndal
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
01.06.2024
kl. 13.49
Leikfélag Blönduóss stendur fyrir leiklistarsmiðju 6. júní nk. í Félagsheimilinu á Blönduósi. Leiðbeinandi er Sigurður Líndal Þórisson. Á þessu námskeiði verður Laban-tæknin kynnt. Þetta er tækni sem ungverski dansarinn Rudolf Laban fann upp, og var fyrst notuð við dansiökun, en síðan yfirfærð á leiklist líka. Tæknin er verkfæri til að flokka og skilgreina hreyfingar og nota þær sem leið til persónutúlkunar og góðrar textameðferðar. Skemmtileg og óvanleg nálgun!
Hvetjum áhugasama þátttakendur til að skrá sig með tölvupósti á eva.gudbjartsdottir@gmail.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.