Laufás jólalegasta húsið í Sveitarfélaginu Skagaströnd þetta árið
Föstudaginn 15. desember byrjaði kosning um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna í Sveitarfélaginu Skagaströnd og stóð hún til 26. desember en þetta var í annað sinn sem þessi kosning fór fram. Í ár var hins vegar sú breyting á að íbúum gafst kostur á að senda inn tilnefningar en í fyrra var dómnefnd sem stóð fyrir valinu.
Úrslitin voru birt 27. desember á heimasíðu sveitarfélagsins og eru niðurstöðurnar þær að mest skreytta gatan þessi jólin á Skagaströnd er Ránarbraut og hlutu alls sjö hús úr þeirri götu tilnefningu um jólalegasta húsið. En jólalegasta húsið var hins vegar ekki á Ránargötu því Laufás, sem stendur rétt fyrir utan Skagaströnd, var valið jólalegasta húsið í ár og er vel að nafnbótinni komin. Í öðru sæti var Sunnuvegur 1 og í því þriðja voru bæði Ránarbraut 12 og 15 þar sem þau fengu jafn mörg atkvæði.
Feykir óskar bæði Laufás og Ránargötu til hamingju með nafnbótina:)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.