Kynningarmyndband um SKÓGARPLÖNTUR
Í byrjun maí sagði Feykir frá því að undirbúningur á nýstárlegri gróðurstöð til framleiðslu á skógarplöntum í Miðfirði í Húnaþingi vestra væri í fullum gangi. Nú hafa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra látið útbúa kynningarmyndband frá þessu flotta verkefni en það hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði SSNV í vetur.
Í myndbandinu fer Björn Líndal yfir verkefnið, tilurð þess og á hvaða vegferð það er. Á heimasíðu SSNV segir að þau séu að láta vinna kynningarmyndbönd af áhugaverðum verkefnum sem hafa hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði og á næstu vikum munu þau deila þessum myndböndum með okkur. Feykir ætlar einnig að birta þessi myndbönd hér á feykir.is því þau sýna vel hvernig styrkurinn er að nýtast þeim sem hljóta hann.
Hér er hægt að horfa á kynningarmyndbandið sem er unnið af Helga Sæmundi Guðmundssyni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.