Kvennamót GÓS til minningar um Evu Hrund

Sunnudaginn 28. júlí ætlar Golfklúbburinn Ós að halda opið kvennamót til minningar um Evu Hrund á Vatnahverfisvelli fyrir ofan Blönduós. Keppt verður í þremur flokkum í punktakeppni með forgjöf og verða verðlaun veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti. Nándarverðlaun verða á tveimur par 3 holum (á flöt) ásamt því að dregið verður úr skorkortum viðstaddra í lokin. Mæting er klukkan 9:30 og verður ræst út af öllum teigum klukkan 10:00. Mótsgjaldið er 5.000 krónur. Innifalið er vöfflukaffi að móti loknu.

Flokkarnir þrír sem keppt verður í eru:

-28,0 – 18 holur
+28,1 – 18 holur
+28,1 – 9 holur

Skráning fer fram í Golfboxinu fyrir klukkan 18:00, laugardaginn 27. júlí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir