Hollvinasamtök HSN gáfu enn eitt æfingatækið

Hér er hjólað á báðum hjólunum út um allan heim. Mynd tekin af huni.is
Hér er hjólað á báðum hjólunum út um allan heim. Mynd tekin af huni.is

Endurhæfingaraðstaða á sjúkra- og dvalardeild sjúkrahússins á Blönduósi fékk góða gjöf þann 30. apríl síðastliðinn frá Hollvinasamtökum HSN en þá bættist við enn eitt æfingatækið. Um er að ræða rafknúið MOTOmed hjól sem er annað sinnar tegundar á staðnum og nýtist í styrkjandi og liðkandi þjálfun fyrir breiðan hóp skjólstæðinga hússins. 

Fyrir hálfu ári síðan gáfu Hollvinasamtökin sjónvarpsskjá sem er hengdur upp á vegg fyrir framan hjólin. Nú er hægt að hjóla um sveitir og borgir um allan heim en það er til ógrynni af myndböndum á Youtube sem eru sérstaklega gerð til þess að hjóla eftir. Eftir að skjárinn kom til sögu og nýja hjólið bættist við er mánaðarleg vegalengd sem hjóluð er rúmlega 900 km sem deilast á 10-12 manns.

Hollvinasamtökunum verður aldrei full þakkað þann frábæra stuðning sem þau hafa sýnt og viljum við hvetja alla til að skrá sig í samtökin og gera þessa gjafir mögulegar um ókomna tíð, segja þær Ásdís, Adda og Angela, sjúkraþjálfarar, og Marta Karen, nemi í iðjuþjálfunarfræði. 

Þau sem viljið skrá sig í samtökin geta haft samband við Sigurlaugu Þóru Hermannsdóttur í síma: 6806013.

Heimild: huni.is 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir