Gísli Þór á toppnum á metsölulista ljóðabóka

Forsíða bókarinnar. MYND AÐSEND
Forsíða bókarinnar. MYND AÐSEND

Nýjasta ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar fer vel af stað og er nú í fyrsta sæti metsölulista ljóðabóka hjá Eymundsson.

Bókin kom ný inn í 7. sæti vikuna 28. ágúst - 3. september og skaust svo upp í toppsætið á nýjum lista sem birtur var þann 4. september. Bókin er 9. ljóðabók Gísla Þórs, en hans fyrsta, Harmonikkublús kom út árið 2006. Einnig hafa komið út 5 hljómplötur undir flytjandanafninu Gillon.

Bókina er hægt að nálgast í búðum Eymundsson syðra og á Akureyri, Forlaginu við Fiskislóð og í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Einnig má panta hjá höfundi á Facebook og/eða í netfangið gislith@simnet.is.

Feykir sló á þráðinn til Gísla og spurði hvort þetta hefði komið honum á óvart - Já, reyndar kom þetta á óvart, datt inn á 7. sætið og bjóst eiginlega ekki við nema í mesta lagi 5. sætinu í kjölfarið. En jú, óvænt og mjög skemmtilegt, segir Gísli Þór. 

Hér að neðan má sjá metsölulista ljóðabóka hjá Eymundsson. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir