Framkvæmdir hafnar við Flúðabakka á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
06.05.2024
kl. 10.01
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu sex íbúða raðhúss við Flúðabakka á Blönduósi. Samkvæmt frétt Húnahornsins er stefnt að því að íbúðirnar verði tilbúnar í haust en þær munu hugsaðar fyrir fólk eldra en 60 ára .
Um er að ræða fyrri áfanga verkefnisins en síðar er stefnt að því að byggja þriggja íbúða raðhús á sama reitnum. Vinna við að grafa fyrir grunninum er hafin en það er Jóhann Evensen sem það vinnur. Neglan byggingafélag mun annast byggingu hússins.
Flúðabakki ehf. stendur fyrir framkvæmdinni en félagið er í jafnri eigu félags í eigu Sigurðar Arnar Ágústssonar, Nýmót ehf., Neglan byggingafélag ehf. og félags í eigu Einars Arnar Arnarssonar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.