Færa þurfti Onnann vegna komu áburðarskips til Skagastrandar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
11.04.2024
kl. 08.29
Færa þurfti Onnann í Skagastrandarhöfn í gærmorgun og var það gert með viðhöfn á meðan veður var hagstætt fyrir slíkar æfingar. Fram kemur á netsíðu hafnarinnar að ástæðan fyrir þessu brambolti hafi verið sú að von er á áburðarskipinu Frisian Octa til hafnar á Skagaströnd um miðjan aprílmánuð.
Það er rétt tæplega 120 metrar á lengd og kemur með 1422 mt af áburði og því þurfti aðeins að rýma til.
Þá segir af því að Bergur Sterki og Hafrún hafi verið á sjó í gær, enda veðrið með besta móti. „Hafrún landaði um klukkan fimm og svo Bergur Sterki klukkan sjö. Kempur af Árskógssandi komu í land á Fanney EA-82 stuttu á eftir Bergi Sterka.“ Þessir þrír bátar lönduðu um 16,5 tonnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.