Ennþá laust á konfektnámskeiðin hjá Farskólanum

Konfektnámskeið með Halldóri.
Konfektnámskeið með Halldóri.

Er ekki tilvalið að fara á konfektnámskeið í vikunni svo það sé hægt að bjóða upp á heimagert konfekt um jólin. Farskólinn verður með námskeið í dag á Hvammstanga og á Blönduósi, á miðvikudaginn á Skagaströnd og á Sauðárkróki og á föstudaginn á Hofsósi. Skráning er í sími 455 6010 og á heimasíðu Farskólans www.farskolinn.is

Farið verður í nokkra grunnþætti konfektgerðar, eins og gerð fyllinga, steypingu í konfektform og temprun á súkkulaði. Þú býrð til þína eigin mola og tekur þá að sjálfsögðu með þér heim. Allt hráefni er innifalið í námskeiðisgjaldinu. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir