Brauðtertusnillingar Norðurlands vestra athugið

Þar sem að ég veit að margir snillingar í brauðtertugerð leynast á Norðurlandi vestra er tilvalið að vekja athygli á þessari keppni. Því brauðtertunni verður fagnað sem aldrei fyrr í sumar þegar Íslandsmótið í brauðtertugerð fer fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í þetta skiptið. Ætlar þú ekki að taka þátt?
 
Á Facbook-síðunni Brauðtertufélag Erlu og Elru segir að Sögur útgáfa standi fyrir keppninni í samstarfi við Brauðtertufélag Erlu og Erlu. Þá er hugmynd að gefa út veglega brauðtertubók sem verður án efa ómissandi í eldhúsum landsmanna þegar fram líða stundir. Sigurvegari keppninnar mun hreppa titilinn Íslandsmeistari í brauðtertugerð 2024 en einnig verða útnefndir sigurvegarar í þremur flokkum: fallegasta brauðtertan, bragðbesta brauðtertan og síðan sú frumlegasta. Verðlaunin verða ekki af verri endanum. Öllum er velkomið að taka þátt og til að sem flest áhugasöm geti verið með mun keppnin fara fram bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þið sem hafið áhuga getið tekið frá annað hvort 14. júlí eða 21. júlí í Reykjavík, eða 28. júlí á Akureyri. Allt eru þetta sunnudagar. Úrslit verða síðan kynnt opinberlega í haust. Þau sem gera brauðtertu fyrir keppnina geta átt von á að hún endi í bókinni góðu.
 
Við munum á næstu dögum kynna vinningana og ýmislegt fleira sem tengist keppninni. Fyrirspurnir sendist á braudterta2024@gmail.com
Skráning í keppnina er HÉR. Rosalega væri gaman að sjá einhver snilling frá okkar svæði í þessari keppni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir