Bleikur dagur í FNV í dag
Nemendur FNV mættu í bleiku í skólann í dag til að minnast Bryndísar Klöru sem lést í kjölfarið á hnífstunguárás á Menningarnótt. Landsmenn eru slegnir yfir þessum atburði en auk Bryndísar Klöru voru drengur og stúlka stungin í árásinni en hinn grunaði árásarmaður er sjálfur aðeins 16 ára.
Þetta hefur haft í fór með sér mikla umræðu um vopnaburð ungmenna og hvað veldur því að ungmenni telja sig knúin til að ganga um vopnuð – oftar en ekki með þeim ásetningi að geta varið sig að því er virðist. Ráðherrar ræða um þjóðarátak og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að stunguárásir að undanförnu og aukinn vopnaburður ungmenna veki óhug hjá þjóðinni allri. Feykir kannaði hvort vopnaburður ungmenna hefði komið inn á borð Lögreglunnar á Norðurlandi vestra í frétt sem birtist fyrr í dag.
Að sögn Fannars Péturssonar, formanns NFNV, var mikil samstaða meðal nemenda fjölbrautaskólans. Vel gert hjá unga fólkinu okkar að sýna samhug.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.