Bassi og Míla reyndust bestu smalahundarnir
Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2024 var haldin að Ási í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 24.-25. ágúst í hellidembu og skítaveðri.
Keppt var í flokki Unghunda, A-flokki og B-flokki og óhætt er að segja að veðrið hafi ekki leikið við keppendur frekar en aðra í fjórðungnum þessa helgina. En keppnin var haldin þrátt fyrir kulda og úrslit eru sem hér segir.
A-flokkur
1. Maríus Halldórsson og Míla frá Hallgilsstöðum - 170 stig
2. Ingvi Guðmundsson og Bassi frá Hríshóli - 159 stig
3. Sverrir Möller og Grímur frá Ketilsstöðum - 145 stig
B-flokkur
1. Halldór Pálsson og Garpur frá Hallgilsstöðum - 124 stig
2. Herdís Erlendsdóttir og Kría frá Hjartarstöðum - 115 stig
3. Símon Helgason og Kjarkur frá Staðarhrauni - 98 stig
Unghundaflokkur
1. Marzibil Erlendsdóttir og Patti frá Gunnarsst. - 106 stig
2. Maríus Halldórsson og Dýri frá Presthólum - 72 stig
3. Rune Brumoen og Glebe Fort Fern - 28 stig
Besti hundur mótsins var Bassi frá Hríshóli í Eyjafirði og besta tík mótsins var Míla frá Hallgilsstöðum. Nýliðabikar Korku fékk Herdís Erlendsdóttir. /gg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.