Anna Karen og Jóhann Örn klúbbmeistarar GSS 2024

Jóhann Örn og Anna Karen klúbbmeistarar GSS 2024. Mynd aðsend
Jóhann Örn og Anna Karen klúbbmeistarar GSS 2024. Mynd aðsend

Meistaramót GSS fór fram dagana 1. - 6. júlí á Hlíðarendavelli í frekar hvössu og köldu veðri. Rúmlega 80 þátttakendur tóku þátt í sjö mismunandi flokkum. Keppt var í meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki, 15 ára og yngri í bæði stelpu og drengjaflokki og að lokum 12 ára og yngri. Í fyrra voru klúbbmeistarar systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir en þar sem Arnar tók ekki þátt í ár var ljóst að nýr klúbbmeistari yrði krýndur í karlaflokki þetta árið.

Krakkarnir í barna- og unglingaflokkunum spiluðu á mánudag og þriðjudag og tóku alls 28 krakkar þátt í ár sem er frábært. Þá voru 54 fullorðnir þátttakendur sem léku miðvikudag til laugardags. Fjölmennast var í háforgjafaflokki en þar léku 14 kylfingar sem margir hverjir eru nýbúnir að ljúka nýliðanámskeiði. Keppnin var æsispennandi og voru úrslit í mörgum flokkum ekki að ráðast fyrr en á síðustu holunum á lokadegi. Í meistaraflokki karla enduðu jafnir í 1. sæti Hákon Ingi Rafnsson og Jóhann Örn Bjarkason sem báðir léku á 331 höggi. Einnig voru þeir jafnir í 3. sæti Ingvi Þór Óskarsson og Hlynur Freyr Einarsson sem léku á 336 höggum. Það þurfti því að leika tvo bráðabana til að ná fram lokaúrslitum í öll verðlaunasæti meistaraflokks karla. Það endaði svo að Jóhann Örn Bjarkason sigraði meistaraflokkinn að loknum bráðabana og er hann klúbbmeistari GSS í sjöunda sinn. Áður hefur Jóhann Örn orðið klúbbmeistari árin 2002, 2003, 2004, 2005, 2010 og 2011. Anna Karen Hjartardóttir lék á 324 höggum og sigraði meistaraflokk kvenna örugglega. Anna Karen er klúbbmeistari GSS í fimmta sinn en hún varð fyrst klúbbmeistari árið 2020 og hefur náð að verja titilinn síðan. Lokahóf fullorðinsflokka fór fram á Kaffi Krók á laugardagskvöldið þar sem kylfingar áttu saman góða kvöldstund og verðlaun voru afhent.

Úrslit meistaramóts GSS 2024 í öllum flokkum voru eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla - 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Jóhann Örn Bjarkason, 331 högg (að loknum bráðabana)
  2. Hákon Ingi Rafnsson, 331 högg
  3. Ingvi Þór Óskarsson, 336 högg (að loknum bráðabana)

Meistaraflokkur kvenna - 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Anna Karen Hjartardóttir, 324 högg
  2. Una Karen Guðmundsdóttir, 336 högg
  3. Hildur Heba Einarsdóttir, 346 högg

Fyrsti flokkur karla - 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Þórður Ingi Pálmason, 353 högg
  2. Guðmundur Ragnarsson, 356 högg
  3. Hjörtur S. Geirmundsson, 363 högg

Fyrsti flokkur kvenna - 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Sylvía Dögg Þórðardóttir, 392 högg
  2. Gígja Rós Bjarnadóttir, 393 högg
  3. Margrét Helga Hallsdóttir, 412 högg

Annar flokkur karla - 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Kristinn Brynjólfsson, 403 högg
  2. Pétur Rúnar Birgisson, 502 högg

Öldungaflokkur - 27 holu höggleikur með forgjöf

  1. Guðrún Björg Guðmundsdóttir, 118 högg nettó
  2. Ágústa Sigrún Jónsdóttir, 124 högg nettó
  3. Guðmundur Helgi Kristjánsson, 126 högg nettó

Háforgjafaflokkur - 27 holu punktakeppni með forgjöf

  1. Hrefna Gerður Björnsdóttir, 66 punktar
  2. Unnar Bjarki Egilsson, 64 punktar
  3. Hera Birgisdóttir, 61 punktur

15 ára og yngri drengir - 18 holu höggleikur á rauðum teigum

  1. Ólafur Bjarni Þórðarson, 93 högg
  2. Brynjar Morgan Brynjarsson, 94 högg
  3. Gunnar Atli Þórðarson, 99 högg

15 ára og yngri stelpur - 18 holu höggleikur á rauðum teigum

  1. Nína Júlía Þórðardóttir, 112 högg
  2. Nína Morgan Brynjarsdóttir, 114 högg
  3. Elín Björk Friðþjófsdóttir, 145 högg

12 ára og yngri (strákar og stelpur) - 9 holu höggleikur á gull teigum

  1. Daníel Smári Kristjánsson, 105 högg
  2. Arnór Tryggvi Friðriksson, 107 högg
  3. Aron Sölvi Arnarsson, 124 högg

Fréttatilkynning/Hanna Dóra/SG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir