Airfryer námskeið Farskólans slær í gegn
Fyrsta námskeiðið í Eldað í Airfryer var haldið í fyrrakvöld og vakti mikla lukku. „Vel heppnað, mikil ánægja, mikið hlegið, mjög gagnlegt, út fyrir þægindaramman í tilraunastarfsemi og dásamlega góður matur" eru þær lýsingar sem við höfum heyrt frá þeim sem tóku þátt, segir á Facebook-síðu Farskólans
Fram kemur að enn er verið að bæta við skráningum á Sauðárkróki, Blönduósi, Hvammstanga og Skagaströnd og hægt að skrá sig hér >
Airfryer eru orðnir almannaeign og það heimili vandfundið þar sem slíkt tæki er ekki til. Á mbl segir m.a. um Airfryer: „Airfryer eða loftsteikingatæki, hefur stimplað sig fast inn í eldhús landsmanna og það ekki að ástæðulausu. Tækið virðist geta afgreitt svo til allt sem okkur dreymir um, á auðveldan og þægilegan máta – til dæmis að útbúa hin fullkomnu egg.“ Sjá nánar >
DV fer yfir hvað er ekki gott að setja í Airfryer. „Meðal þess sem aldrei á að setja í Airfryer er:
Ekki yfirfylla tækið. Það er vel hægt að setja heilan kjúkling í stóra Airfryer en það á ekki að fylla grindina upp með frönskum kartöflum og grænmeti.
Airfryer hentar vel undir heilan kjúkling eða svínasteik en það er ekki snjallt að setja stór kjötstykki í og reikna með að tækið sjái um restina. Það getur verið erfitt að láta kjöt brúnast í Airfryer svo það er betra að brúna það á pönnu eða leggja það í maríneringu með olíu og sojasósu áður en það fer í Airfryerinn.
Pasta á ekki erindi í Airfryer. Það gefur einfaldlega ekki neina meiningu að ætla að sjóða pasta í Airfryer. Notaðu bara pott.
Það sama á við um hrísgrjón. Notaðu pott.
Það er vinsælt að gera franskar kartöflur, ofnbakaðar kartöflur og rótargrænmeti í Airfryer en ef þú vilt bara soðnar kartöflur þá skaltu bara nota pott.
Hafragraut á ekki að elda í Airfryer. Pottur er lausnin.
Airfryer er blanda af bakstursofni og djúpsteikingarpotti. Tækið er alveg upplagt til að útbúa hollari útgáfur af réttum sem þarf venjulega að nota mikla olíu eða fitu í. En það þarf samt sem áður oft að nota smávegis olíu þegar þessi matur er eldaður í Airfryer. Ekki nota ólífuolíu því hún brennur við háan hita. Betra er að nota repjuolíu eða sólblómaolíu í staðinn.“ Sjá nánar >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.