Við viljum öll að börnin okkar læri að hugsa sjálfstætt og geti nýtt hæfileika sína og áhugasvið til að blómstra. Við hljótum að óska þess að þau siðferðislegu gildi sem þau fá í veganesti muni leiða þau áfram til blessunar og hamingju. Grunnurinn að góðu samfélagi eru góð gildi. Samfélag er ekki frjálst ef það er undirlagt af glæpum, spillingu eða aftengingu við gott siðgæði. Við viljum búa ungmennin okkar undir það gríðarlega verk að stjórna samfélaginu í framtíðinni og þá er eins gott að við höfum gert vel við þau, svo þau sjái vel um okkur í framtíðinni.
Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag.
Mig langar að setja á blað nokkur orð um þá þjónustu sem er í boði í Skagafirði á söfnun sjálfdauðra dýra frá búrekstri til að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki núverandi fyrirkomulagi og áformum um breytingar á því.
Herra Hundfúll er viðkvæmur að eðlisfari og má ekkert aumt sjá né heyra. Í gærkvöldi settist hann í makindum niður fyrir framan imbakassann til að horfa á körfuboltaleik milli Aþenu og Tindastóls sem fram fór í Breiðholti. Eftir nokkurra mínútna áhorf gafst hann upp eftir að hafa hlustað á svívirðingar og munnsöfnuð þjálfara heimaliðsins í garð eigin leikmanna.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.