„Ég held reyndar að ég hafi fæðst prjónandi“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni, Handverk
29.03.2024
kl. 14.53
Sigurlaug Guðmundsdóttir, oftast kölluð Silla kemur frá Keflavík, þar er hún fædd og uppalin. Eins og margir aðrir byrjaði Silla sína vinnu í fiski og starfaði líka lengi í mötuneyti hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Síðan í mötuneyti á Reyðarfirði, Þeistareykjum og á Húsavík. Silla flutti á Hofsós 2017 og býr með manni sínum, Kristjáni Jónssyni frá Óslandi. Á Hofsósi finnst þeim yndislegt að vera. Silla starfar í sundlauginni á Hofsósi og hefur einnig tekið að sér afleysingar í mötuneyti í Grunnskóla austan Vatna og Leikskólanum Tröllaborg.
Meira