Vorvindar syngja á aðventunni

Miðvikudagskvöldið 13. desember klukkan 20:00 er boðið til kyrrðarstundar í Miklabæjarkirkju. Það er Skagfirski sönghópurinn Vorvindar glaðir sem bjóða til kyrrðarstundarinnar og er þetta í fimmta sinn sem þeir bjóða fólki uppá ljúf og róleg jólalög ásamt öðrum á aðventunni.

Einnig verður flutt hugvekja og að stundinni lokinni verður boðið uppá jólate, kaffi og konfekt í kirkjukjallaranum. „Vorvindar glaðir er eins og áður sagði Skagfirskur sönghópur sem stofnaður var til að syngja í einkaathöfnum fjölskyldunnar og er allir tengdir fjölskyldu minni sem ættingjar eða vinir. Þeir sungu fyrst saman á Sumardaginn fyrsta, á næsta ári verða 10 ár síðan. Hafa þeir sungið við nokkur önnur tækifæri sem ekki eru allt fjölskyldutengdar athafnir,“ segir Friðrik Þór Jónsson stofnandi, stjórnandi og undirleikari sönghópsins að lokum.“ Notaleg kvöldstund á aðventunni í vændum í Miklabæjarkirkju. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir